Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Brjóstmynd af Ágústus
Brjóstmynd af Ágústus

Ágústus einnig nefndur Augustus, Caesar Ágústus, Caesar Augustus, Octavíanus eða Octavíanus Ágústus (Latína:IMPERATOR CAESAR DIVI FILIVS AVGVSTVS Imperator Caesar, sonur hins guðlega, Ágústus; 23. september 63 f.Kr.19. ágúst 14 e.Kr.), var fyrsti og einn mikilvægasti keisari Rómaveldis, enda þótt hann upphefði ekki stöðu sína og kysi fremur titilinn princeps, sem þekktist frá lýðveldistímanum og er venjulega þýddur „fyrstur borgaranna“. Nafn Ágústusar, sem hét raunverulega Octavíanus og þar áður Octavíus, var upphaflega virðingartitill (myndaður af sögninni augeo, sem þýðir að auka eða upphefja, lofa eða dýrka), sem öldungaráð Rómar veitti honum árið 27 f.Kr. Sú venja er meðal sagnfræðinga að nota nafnið Octavíanus til að vísa til hans fyrir árið 27 f.Kr. en Ágústus eftir árið 27 f.Kr. Verður þeirri reglu fylgt hér.

Octavíanus var erfingi Júlíusar Caesars, sem var ömmubróðir hans. Eftir morðið á Caesari gekk Octavíanus í bandalag með Marcusi Antoniusi og Marcusi Lepidusi. Þegar slitnaði upp úr bandalaginu kom til átaka milli Marcusar Antoniusar og Octavíanusar, sem hafði betur. Í kjölfarið komst Octavíanus til valda í Róm. Hann viðhélt hefðum rómverska lýðveldisins að forminu til en var í reynd sjálfráður einvaldur í yfir 40 ár. Valdatími hans myndar skiptinguna á milli lýðveldistímans og keisaratímans í Róm en keisaratíminn er venjulega talinn hefjast árið 27 f.Kr. Hann batt enda á borgarastríð sem áður hafði geisað og leiddi Róm inn í nýjan tíma hagsælda og friðar, Pax Romana eða Rómarfriðarins. Hann var giftur Liviu Drusillu í 51 ár.

Lesa áfram um Ágústus...

Blá stjarna
Gæðagrein
Evrópa í nálægt því réttum litum.
Evrópa í nálægt því réttum litum.

Evrópa (Júpíter II), er sjötta innsta fylgitungl Júpíters og hið minnsta af hinum fjórum Galíleótunglum. Þó er það eitt af stærri tunglum sólkerfisins. Galíleó Galílei fann Evrópu fyrstur manna árið 1610 svo að vitað sé en mögulega fann Simon Marius tunglið einnig um svipað leyti. Miklar athuganir á tunglinu hafa farið fram síðan þá í gegnum sjónauka á jörðinni en frá og með áttunda áratug 20. aldar hafa jafnframt farið fram athuganir með ómönnuðum geimförum.

Evrópa er aðeins minni að þvermáli en tungl jarðarinnar (máninn) og er að uppistöðu til úr silíkat bergi, sennilega með járnkjarna. Hún hefur þunnan lofthjúp sem samanstendur aðallega af súrefni. Yfirborð Evrópu er úr vatnsís og er eitt það sléttasta sem þekkist í sólkerfinu. Yfirborðið er þó þakið sprungum og rákum en tiltölulega lítið er um gíga eftir árekstra loftsteina sem gefur til kynna að yfirborð tunglsins sé ungt. Vegna þess hve ungt og slétt yfirborðið virðist vera er uppi tilgáta um það að haf úr vatni liggi undir ísnum og að þar séu mögulega aðstæður hagstæðar fyrir líf. Þessi tilgáta gerir ráð fyrir því að þyngdarkraftarnir frá Júpíter og hinum fylgitunglum hans verki á Evrópu þannig að berg hennar togni og teygist þannig að varmi myndist sem gæti dugað til þess að viðhalda fljótandi höfum.

Lesa áfram um Evrópu...

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Íraskur eldri borgari.

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 58.476 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
Airbus A380-800 con los colores de la empresa paneuropea Airbus despegando en el París Air Show de 2007.
Airbus A380-800 con los colores de la empresa paneuropea Airbus despegando en el París Air Show de 2007.

El Airbus A380 —denominado A3XX durante gran parte de su etapa de desarrollo— es un avión tetrarreactor fabricado por la empresa paneuropea Airbus, subsidiaria del grupo EADS. Se trata de la primera aeronave a reacción con dos cubiertas a lo largo de todo su fuselaje, a diferencia del Boeing 747 en el que, aunque también posee dos, la cubierta superior abarca solamente la parte delantera del fuselaje. Posee una capacidad máxima de 853 pasajeros —en una hipotética configuración de alta densidad de clase turista—, convirtiéndose en el avión comercial más grande del mundo. Supera de esta manera al ya mencionado Boeing 747, al brindar un área útil de un 49% más que este último —según el propio fabricante—. realizando su primer vuelo comercial el 25 de octubre de 2007 con la aerolínea Singapore Airlines.

Al disponer de una cubierta doble que se extiende a lo largo de todo el fuselaje, la superficie de la misma alcanza los 478,1 , casi un 50% más que la de su principal competidor, el Boeing 747-400, el cual dispone de una superficie de cabina de 320,8 m². En una configuración clásica de tres clases —turista, negocios y primera— el A380 puede albergar entre 500 y 550 pasajeros.

Lestu meira um Airbus A380 á spænsku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Eit utval eldre julehefte
Eit utval eldre julehefte

Julehefte er publikasjonar som vert utgjeve og kjem i handelen til jul. Sidan julehefte vart vanlege, på slutten av 1800-talet har det kome hefte med om lag 800 ulike titlar og 20-30.000 ulike hefte. Mange av dei har vore svært ulike i utforming, innhald og kvalitet.

Heftet Julegave eller en liden samling av udvalgte Selskabs- og Drikkeviser ved norske Forfattere som kom ut i Drammen i 1817 har ofte vorte rekna som det første norske juleheftet. Julegaven for barnlige sind var første hefte som vart utgjeve for born.

Frå kring 1880 vart det utgjeve norske litterære julehefte. Desse var fint forseggjorde, gjerne med fire fargar trykk på framsida.

Ofte vart det gode honorar for forteljingar til desse hefta. Ut gjennom byrjinga av 1900-talet finn vi at mange kjende norske forfattarar skriv. Vi finn namn som Jonas Lie, Alexander Kielland, Knut Hamsun, Sigrid Undset, Gabriel Scott, Bjørnstjerne Bjørnson og Henrik Ibsen. Johan Falkberget finn ein som forfattar i meir enn 400 julehefte.

Julehefta hadde ofte kunstvedlegg. Her var det ofte verk av kjende biletkunstnarar som vart trykte. Ein finn døme på kunst av: Erik Werenskiold, Hans Gude, Gerhard Munthe, Nikolai Astrup og Eilif Peterssen, og fleire.

Lestu meira um jólahefti á nýnorsku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: