Fara í innihald

Hraun (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hraun (Hljómsveit))

Hraun er íslensk hljómsveit sem var stofnuð 16. júní árið 2003 þegar hljómsveitarmeðlimir komu saman með engum fyrirvara og spiluðu í partýi á kaffihúsinu Kaffi Vín. Hljómsveitin umbreyttist fljótt og fór að spila meira frumsamið efni. Varð sveitin reglulegt húsband á grasrótartónlistarstaðnum Café Rósenberg auk þess að leika reglulega tónleika á kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði.

Hljómsveitin hefur gefið út fjórar jólaplötur auk partýplötu (Partýplatan partý). Fyrsta plata með frumsömdu efni sveitarinnar kom út hjá plötufyrirtækinu Dimmu 11. júní 2007 og ber nafnið I can't believe it's not happiness. Platan var m.a. plata vikunnar á Rás 2 sumarið 2007. Útgáfutónleikar voru haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum.

Í desember 2007 komst Hraun í fimm sveita úrslit hljómsveitakeppninnar The next big thing sem BBC World Service stendur fyrir. Þar léku þeir í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar fyrir fjögurra manna dómnefnd og sal áhorfenda.

Önnur plata sveitarinnar, Silent Treatment, kom út 12. júní 2008. Útgáfutónleikar voru haldnir á Rúbín 16. júní 2008 og mættu um 350 manns. Allur ágóði af tónleikunum rann til styrktar íslenska geitastofninum.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Meðlimir sveitarinnar eru:

  • Svavar Knútur - söngur, gítar, harmónikka, píanó
  • Guðmundur Stefán Þorvaldsson - gítar og söngur
  • Jón Geir Jóhannsson - trommur og söngur
  • Loftur Sigurður Loftsson - bassagítar og söngur

Fyrrverandi meðlimir:

  • Hjalti Stefán Kristjánsson - söngur, mandólín, flauta, ásláttarhljóðfæri
  • Gunnar Ben - hljómborð, óbó, söngur og fleira

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tónlistargrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.