Fara í innihald

Pjotr Kropotkín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pjotr Kropotkin)
Pjotr Kropotkin
Пётр Кропо́ткин
Fæddur9. desember 1842
Dáinn8. febrúar 1921 (78 ára)
StörfAðgerðasinni, byltingarmaður, landfræðingur
Undirskrift

Pjotr Alexejevitsj Kropotkin (rússneska: Пётр Алексе́евич Кропо́ткин) (9. desember 18428. febrúar 1921) var rússneskur landfræðingur, vísindamaður og anarkisti. Hann var einn fyrsti málsvari anarkó-kommúnisma. Helstu ritverk hans um stjórnmál eru La Conquête du Pain (ísl. Hernám brauðsins) Fields, Factories and Workshops (ísl. Akrar, verksmiðjur og verkstæði) og Mutual Aid: A Factor of Evolution (ísl. Samvinna: Þáttur í þróuninni). Árið 1942 kom út á Íslandi bók hans: Krapotkín fursti: sjálfsævisaga byltingarmanns í þýðingu Kristínar Ólafsdóttur.

Uppvaxtarár[breyta | breyta frumkóða]

Pjotr fæddist í aðalsfjöldskyldu Moskvu árið 1842. Móðir hans var dóttir kósakks herforingja og faðir hans var fursti í Smolensk. Faðir hans átti miklar landeignir í þremur mismunandi sýslum þar sem allt að 1200 ánauðugir bændur unnu í þjónustu hans.

Pjotr hóf nám við herskóla í Sankti Pétursborg 14 ára gamall árið 1854. Skólinn samanstóð af 150 drengjum af aðalsættum sem nutu meiri réttinda en tíðkaðist í örum herskólum á þessum tíma. Á meðann náminu stóð fylgdist Pjotr grannt með þeim breytingum sem voru að eiga sér stað í rússnesku stjórnmála og menntalífi. Sem verðandi hermaður dró Pjotr frjálslyndislegan orðstýr Alexanders 2. Rússakeisara í efa en gladdist þó þegar keisarinn batt enda á rússnesku bændaánauðina árið 1861.

Árið 1862 útskrifaðist Pjotr úr herskólanum með hæstu einkunn í sínum bekk og hóf strax ferli í Keisarahernum og valdi að ganga í hersveitir Kósakka í Austur-Síberíu.


  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.