Blönduhlíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blönduhlíð er byggðarlag í austanverðum Skagafirði. Sveitin liggur meðfram Héraðsvötnum og nær sunnan frá Bóluá og norður að Kyrfisá.

Brekknapláss er ysti hluti Blönduhlíðar í Skagafirði, frá Þverá út að Kyrfisá. Þar eru nokkrir bæir. Syðst er Þverá, fæðingarstaður séra Jóns Steingrímssonar eldprests. Nokkru utar eru Syðri-Brekkur. Þaðan var Hermann Jónasson forsætisráðherra,[1] faðir Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, og er minnisvarði um hann þar.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 29. maí 2024.
  2. „The political dynasties of Iceland“. Iceland Monitor. Sótt 29. maí 2024.
  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar IV. bindi. Akrahreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2007. ISBN 978-9979-861-15-7}
  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.